Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 21. janúar 1999 kl. 22:02

ÓFÆRÐ Í REYKJANESBÆ

Talsverð ófærð varð á götum Reykjanesbæjar seint á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags. Þannig festust bílar í Njarðvík í sköflum sem höfðu myndast á gatnamótum. Færð í Garði var einnig farin að þyngjast á fimmtudagskvöld fyrir viku en Garðbrautin teppist ávallt á sömu stöðum þegar snjó skefur. Þá var einnig þæfingur á Garðvegi við golfvöllinn og í hringtorgum kennd við Rósaselsvötn og Mánagrund.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024