Of mörg börn án endurskinsmerkja
Komið hefur í ljós að alltof mörg börn í Reykjanesbæ eiga ekki endurskinsmerki.
Eykur það hættu á umferðarslysum þegar svartasta skammdegið skellur á og er því rétt að minna fólk á gildi merkjanna.
Foreldrar eru hvattir til að festa endurskinsmerki á fatnað barna sinna sem oftar en ekki eru dökkklædd á ferli. Á það má benda að íþrótta- og æskulýðsstarf barna og ungmenna fer í einhverjum tilvikum fram snemma að kvöldi og þá er mikilvægt að hafa öll öryggisatriði á hreinu.
Einnig er biðlað fullorðinna um að nota jafnframt endurskinsmerki.
Hægt er að nálgast endurskinsmerki í útibúum banka og hjá tryggingarfélögum.