Of Monsters and Men 18 vikur í 1. sæti
Félag Hljómplötuframleiðenda hefur staðfest að ein ástsælasta hljómsveit Íslands um þessar mundir hefur slegið nýtt met á íslenska Tónlistanum. Plata hennar, My Head Is An Animal hefur setið í 1. sæti listans fleiri vikur en nokkur önnur plata frá því að byrjað var að birta listann.
MHIAA sem kom út 20. september 2011 á Íslandi hefur nú verið í 1. sæti listans í 18 vikur og slá því fyrra met Helga Björns og reiðmenn vindanna og Mugison sem hafði jafnað það met þó svo Helgi Björns og co. hafi setið í 1. sæti listans í 17 vikur samfleytt.
My Head Is an Animal kom út í apríl í Bandaríkjunum og Kanada og hefur selst þar í um 357 þúsund eintökum og smáskífan Little Talks í rúmlega 800 þúsund eintökum. Þá hefur platan selt um 250 þúsund eintök utan Bandaríkjanna og Little Talks í um 670 þúsund eintökum.
Á Íslandi hefur platan svo selst í um 16 þúsund eintökum og er því heildarsala plötunnar um 623 þúsund eintök.
Hér er listi yfir nokkrar plötur sem hafa setið sem lengst í 1. sæti Tónlistans:
18 vikur: Of Monsters and Men - My Head Is an Animal
17 vikur: Helgi Björns & Reiðmenn vindanna - Þú komst í hlaðið
17 vikur: Mugison - Haglél
14 vikur: Bubbi - Frelsi til sölu
13 vikur: Nirvana - Nevermind
13 vikur: Papar - Þjóðsaga
12 vikur: Sálin Hans Jóns Míns - Garg
11 vikur: Emilíana Torrini - Fisherman's Woman