Mánudagur 14. júlí 2008 kl. 07:30
Of margir farþegar
Í nótt kærði lögreglan á Suðurnesjum ökumann fyrir að vera með of marga farþega í bifreiðinni sem hann ók. Hann var í upphafi stöðvaður vegna hraðaksturs á Reykjanesbrautinni þegar kom í ljós að farþegarnir voru einum of margir.