Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Of flókið að nefna sveitarfélag Suðurnes
Miðvikudagur 28. febrúar 2018 kl. 13:42

Of flókið að nefna sveitarfélag Suðurnes

Óskað var eftir umsögn Grindavíkurbæjar um tillöguna Suðurnes vegna nafns á nýtt sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Nafnið Suðurnes var í þremur útfærslum; Suðurnesjabyggð, Suðurnesjabær eða Sveitarfélagið Suðurnes.

Í leiðbeiningum Örnefnanefndar er kveðið á um að nafn á sveitarfélagi skuli tengjast viðkomandi svæði sérstaklega. Ef nafn það sem óskað er staðfestingar á tengist einnig svæði sem ekki tilheyrir viðkomandi sveitarfélagi ber að hafa eftirfarandi til viðmiðunar:
Krafa er gerð um að viðkomandi sveitarfélag nái yfir meiri hluta þess svæðis sem nafnið tengist og að meiri hluti íbúa svæðisins búi í því sveitarfélagi.
Jafnframt liggi fyrir að önnur sveitarfélög á svæðinu sem kunna að tengjast nafninu mótmæli því ekki sérstaklega að nafnið verði notað af sveitarfélaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarstjórn Grindavíkur tók undir með bæjarráði Sveitarfélagins Voga sem var svohljóðandi: Bæjarráð bendir á að með því að velja nafn á sveitarfélagið sem innifelur orðið "Suðurnes" kunna að koma upp flækjustig gagnvart þeim samtökum og sameiginlegu stofnunum sem eru í landshlutanum og kenna sig við Suðurnes.