Óeirðalögreglan til taks í Top of the Rock - Myndir
Nokkur viðbúnaður var við veitingastaðinn Top of the Rock að Ásbrú í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Þar fylgdist fjöldi fólks með leik Manchester United og Bayern München sem var sýndur í beinni sjónvarpssendingu á risaskjá. Á staðnum voru menn úr óeirðasveit lögreglunnar, sérsveitamenn frá Ríkislögreglustjóra og menn frá Varnarmálastofnun.
Þó reyndist ekki ástæða til að hafa áhyggjur, enda voru þar á ferð áhugamenn um fótbolta sem höfðu fyrr um daginn verið við æfingar á æfingarsvæði sérsveitarinnar innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli. Þeir nýttu sér aðstöðuna og hreiðruðu um sig í hægindastólunumum til að fylgjast með hörku spennandi leik í þétt setnum salnum í Top of the Rock.
Myndir: Þormar Vignir Gunnarsson