Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óeðlilegt að undanskilja raforkuflutningsmannvirki
Miðvikudagur 15. október 2008 kl. 09:35

Óeðlilegt að undanskilja raforkuflutningsmannvirki



Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum telur óeðlilegt að undanskilja raforkuflutningsmannvirki mati og skráningu í Landskrá fasteigna. Í álytkun sem aðalfundur SSS sendi frá sér um helgina segir að undanþágan hafi eflaust tengst því að flutningur raforku um landið var talin varða hagsmuni allra landsmanna jafnt, enda var verið að byggja upp kerfi fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu almennt.


„Flutningsmannvirki raforku fyrir almennan heimilis- og fyrirtækjarekstur er að stórum hluta neðanjarðar, enda er það stefna orkuflutningsfyrirtækisins Landsnets að koma öllum loftlínum með lægri spennu í jörð. Undanfarin ár hefur færst í vöxt að flutningsmannvirki fyrir raforku séu reist sérstaklega fyrir einstök atvinnufyrirtæki eða verkefni og því um sértæka framkvæmd að ræða frekar en almenna. Samhliða þeirri þróun hefur spenna á línum hækkað, sem kallar á stærri, umfangsmeiri og landfrekari mannvirki. Mannvirkin hafa eðli málsins samkvæmt mikil áhrif á umhverfi og skipulag þeirra sveitarfélaga sem um ræðir og dregur úr nýtingarmöguleikum lands þeirra,“ segir í ályktuninni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í henni segir jafnframt að undanþágum frá fasteignamati hefi fækkað jafnt og þétt og sé skemmst að minnast þess að undanþága heilbrigðisstofnana og annarra fasteigna ríkissjóðs var felld niður árið 2005.