Ódýrt í Garðinum
Á fundi hreppsnefndar Gerðahrepps þann 7.feb. s.l. lágu fyrir upplýsingar frá byggingafulltrúa um samanburð byggingaleyfisgjalda sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Dæmi um kostnað vegna 450 rúmm. húss á 800 ferm. lóð er að byggingaleyfisgjöld í Garði og Sandgerði eru rúmar 200 þús.kr. í Grindavík og Vogum kostar það um 500 þús.kr. en í Reykjanesbæ kostar dæmið um 1700 þús.kr.