Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ódýrasti skólamaturinn í Reykjanesbæ
Mánudagur 21. janúar 2013 kl. 10:32

Ódýrasti skólamaturinn í Reykjanesbæ

Matur og skóladagsvistun hækka um 3%

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði á dögunum breytingar á gjaldskrá fyrir skóladagvistun ásamt hressingu og verði á hádegismat fyrir yngstu nemendur grunnskólanna hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Gjaldskráin tók gildi 1. janúar 2013. Mikill verðmunur er á heildargjaldi fyrir skóladagvistun með hressingu og hádegismat milli sveitarfélaganna.

Reykjanesbær er í fimmta sæti listans hvað varðar vistun, en kostnaður fyrir eitt barn í skóladagvistun með hressingu er 16.000 krónur. Það gerir hækkun um 3% frá árinu 2012. Hádegismatur er ódýrastur í Reykjanesbæ en maturinn hækkar þó um 10 krónur milli ára. Arið 2012 kostaði hádegismatur 275 krónur en árið 2013 er verðið 285 krónur í skólum bæjarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lægsta mánaðargjaldið fyrir skóladagvistun m.v. 63 tíma á mánuði, hressingu og hádegismat hvern dag er hjá Sveitarfélaginu Skagafirði á 20.139 kr./mán. en hæsta gjaldið er hjá Garðabæ 33.194 kr./mán. Verðmunurinn er 13.055 kr. eða 65%. Öll sveitarfélögin sem skoðuð voru hafa hækkað gjaldskrána milli ára nema Hafnarfjörður og Fjarðarbyggð.

Verð á hádegismat.