Ódýrara að keyra verksmiðjuna á lýsi en svartolíu
Fiskimjölsverksmiðja SR mjöls í Helguvík tók á móti 40 þúsund tonnum af loðnu á nýliðinni vertíð. Þurrkarar verksmiðjunnar eru keyrðir á lýsi í stað svartolíu vegna lágs verðs.Fjörtíu þúsund tonn af loðnu var landað í Helguvík á vertíð sem er ný lokið. Ekkert af þeirri loðnu var fryst. Hún fór öll í bræðslu en 760 tonn af hrognum voru unnin til frystingar. Að sögn Eggerts Ólafs Einarssonar, verksmiðjustjóra hófst vertíðin 14. febrúar og stóð því í um tvo og hálfan mánuð. Auk 40 þús. tonna af loðnu var tekið til bræðslu tólfhundruð tonn af kolmunna. Þetta er í heild um tíu þúsund tonnum meiri afli á land í Helguvík en í fyrra. Um 60% aflans fór í hágæðamjöl en búið er að framleiða 6800 tonn af mjöli. Eggert segir að verð á öllum loðnuafurðum mjög lágt. Til að mynda væru þurrkarar verksmiðjunnar nú keyrðir á lýsi í stað svartolíu. Slíkt hafi ekki gerst áður í Helguvík.Aðspurður um peningalyktinga góðu eins og hún var gjarnan nefnd þá sagði Eggert að engar kvartanir hafi borist til verksmiðjunnar vegna ólyktar í vetur. Það sé ekki síst því að þakka að ekki eru notaðar eldbrennarar heldur loftþurrkarar en þá er öllu lofti brennt og þar af leiðandi engin lykt. Einnig er ekki hægt að sjá neina mengun frá útblæstri verksmiðjunnar þegar þurrkararnir eru keyrðir á lýsi. Þorsteinn Erlingsson, stjórnarformaður Helguvíkurmjöls hf. sem á flokkunarstöðina í Helguvík sagði að hrognataka hafi gengið vel. „Við tókum á móti 760 tonnum sem voru frysti í Saltveri og Fiskanesi. Sú törn stóð yfir í hálfan mánuð og þá var unnið allan sólarhringinn á vöktum. Við fengum skólakrakka og fleiri í vinnu á þessum tíma“.Þorsteinn segir að þriðja „skurðarsettinu“ hafi verið komið upp í flokkunarstöðinni og því sé stöðin nú mjög vel tækjum búin og geti afkastað miklu.