Óður ökuþór
				
				17 ára piltur var stöðvaður af lögreglu á Reykjanesbraut skömmu fyrir miðnætti sl. fimmtudagskvöld, á 172 km hraða.Við nánari athugun kom í ljós að drengurinn hafði aðeins haft bílprófið í um 3 vikur. Rúmum tveimur klukkustundum síðar var sami aðili stöðvaður aftur á brautinni, og hafði þá aðeins slegið af, eða niður í 123 km hraða. Það má segja að ungi ökumaðurinn byrji ökuferilinn ekki gæfulega.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				