Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öðrum bíl stolið
Föstudagur 5. október 2012 kl. 11:49

Öðrum bíl stolið

Tveir bílaþjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Fyrri bílnum var stolið í Vogum aðfararnótt miðvikudagsins á tímabilinu frá miðnætti til kl.  8 um morguninn. Um er að ræða Toyotu Corollu með númerið VN934.

Í nótt var svo annarri bifreið stolið úr innkeyrslu við húsnæði í Njarðvík eins og áður hefur verið greint frá. Um er að ræða Toyotu Corollu með númerið KI830. Lítið bensín var á síðarnefndu bifreiðinni og telur eigandinn að sá sem tók hana hafi ekki komist langt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um þessar tvær bifreiðar að hafa samband í síma 420-1800.