Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öðlist sem mesta þekkingu á rafeldsneytisvinnslu
Mánudagur 29. maí 2023 kl. 06:40

Öðlist sem mesta þekkingu á rafeldsneytisvinnslu

Fyrirtækið IðunnH2 hefur skipulagt kynnisferð til Danmerkur þar sem skoðaður verður þróunarreitur rafeldsneytisvinnslu en horft hefur verið til að setja upp slíka framleiðslu á Reykjanesi.

Á síðasta fundi stjórnar Reykjaneshafnar var eftirfarandi  lagt fram og samþykkt samhljóða: „Sú framþróun sem á sér stað í vinnslu rafeldsneytis kallar á að hagaðilar séu meðvitaðir um hvað í því felst, m.a. rýmisþörf og ásýnd slíkrar vinnslu. Með hliðsjón af því að horft er til uppbyggingar á slíkri framleiðslu í Reykjanesbæ eða nærumhverfi hans telur stjórn Reykjaneshafnar rétt að fulltrúar sveitarfélagsins öðlist sem mesta þekkingu á þessum málum og mælir með að fulltrúar sveitarfélagsins taki þátt í fyrirhugaðri ferð.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024