Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óðinn Freyr fer utan í aðgerð eftir mánuð
Laugardagur 2. júlí 2005 kl. 13:10

Óðinn Freyr fer utan í aðgerð eftir mánuð

Aðgerðin fer fram í Svíþjóð 1. ágúst næst komandi og mun hann fara út nokkrum dögum fyrr, ásamt foreldrum sínum og ömmu. Undirbúningurinn fyrir kuðungsígræðsluna er þegar hafinn og hefur Óðinn farið í margskonar rannsóknir hér á landi sökum þessa.

Kuðungur verður græddur í annað eyrað hans og er áætlað er að Óðinn Freyr og fjölskylda verði úti í um viku. Ef allt gengur að óskum mun hann fara aftur til Svíþjóðar eftir sex mánuði og þá yrði gerð samskonar aðgerð á hinu eyranu.

Leikskólinn Gefnarborg sem Óðinn Freyr er á, hefur staðið fyrir og hélt meðal annars kökubasar og málverkasýningu fyrir nokkru, þar sem allur ágóði rennur til styrktar honum og fjölskyldu hans.

Fjáröflunin hefur gengið mjög vel og þegar hafa safnast 350 þúsund krónur. En betur má ef duga skal og reikningurinn er því enn opinn, reiknisnúmerið er 1192- 05- 300522 og kt: 210103-2280.

Starfsfólk leikskólans vill koma á framfæri þökkum til allra sem lögðu söfnuninni lið og óskar Óðni Frey góðs gengis í aðgerðinni.

Vf-mynd/Margrét

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024