Oddviti F-lista í Grindavík: Viðunandi, en hefði viljað sjá meira
Björn Haraldsson, oddviti F-listans í Grindavík, segist hafa vonast til að fá tvo menn í bæjarstjórn, en flokkurinn bauð fram í fyrsta skipti í Grindavík og náði inn einum manni. Björn var engu að síður ánægður með árangurinn, sem hann sagði viðunandi.
F-listinn hlaut 11, 87% fylgi í kosningunum í gær eða 173 atkvæði. Samfylking tapaði einum bæjarfulltrúa en hlaut langflest atkvæði, eða 500 talsins og verður því með 2 bæjarfulltrúa í stað þriggja áður. Sjálfstæðisflokkur heldur sínum tveimur bæjarfulltrúum en hann tapaði um 8% fylgi frá síðustu kosningum, hlaut nú 23,58%.
Framsóknarflokkurinn heldur einnig sínum tveimur bæjarfulltrúum og verður fyrir óverulegu fylgistapi. Hallgrímur Bogason, oddviti B-lista, kvaðst vera mjög sáttur við þann árangur með hliðsjón af því hve miklu fylgi Framsóknarflokkurinn hefur tapað víða um land.
Líklegt er að sami meirihluti Samfylkingar og Sjálfstæðismanna haldi áfram, a.m.k. var svo að heyra í nótt á oddvitum beggja listanna.
Mynd: Björn Haraldsson ræðir málin í hópi stuðningsmanna sinna á kosningavökunni í nótt. Hann verður í næstu bæjarstjórn fyrir hönd F-lista. VF-mynd: Ellert Grétarsson
F-listinn hlaut 11, 87% fylgi í kosningunum í gær eða 173 atkvæði. Samfylking tapaði einum bæjarfulltrúa en hlaut langflest atkvæði, eða 500 talsins og verður því með 2 bæjarfulltrúa í stað þriggja áður. Sjálfstæðisflokkur heldur sínum tveimur bæjarfulltrúum en hann tapaði um 8% fylgi frá síðustu kosningum, hlaut nú 23,58%.
Framsóknarflokkurinn heldur einnig sínum tveimur bæjarfulltrúum og verður fyrir óverulegu fylgistapi. Hallgrímur Bogason, oddviti B-lista, kvaðst vera mjög sáttur við þann árangur með hliðsjón af því hve miklu fylgi Framsóknarflokkurinn hefur tapað víða um land.
Líklegt er að sami meirihluti Samfylkingar og Sjálfstæðismanna haldi áfram, a.m.k. var svo að heyra í nótt á oddvitum beggja listanna.
Mynd: Björn Haraldsson ræðir málin í hópi stuðningsmanna sinna á kosningavökunni í nótt. Hann verður í næstu bæjarstjórn fyrir hönd F-lista. VF-mynd: Ellert Grétarsson