Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Oddviti Bæjarlistans: Áhugavert að flokkarnir með minnihluta atkvæða ræði meirihlutasamstarf
Frambjóðendur Bæjarlistans í Suðurnesjabæ.
Mánudagur 16. maí 2022 kl. 15:23

Oddviti Bæjarlistans: Áhugavert að flokkarnir með minnihluta atkvæða ræði meirihlutasamstarf

„B-listinn hefur tjáð okkur að hann sé að hefja óformlegar viðræður við D-listann, sem okkur þykir áhugavert í ljósi þess að þessir tveir flokkar eru með minnihluta atkvæða á bak við sig eða 48,8%. En O-listinn og S-listinn er með 51,6% atkvæða,“ segir Jónína Magnúsdóttir, oddviti Bæjarlistans þegar hún er spurð út í viðbrögð við úrslitum sveitarstjórnarkosninga í Suðurnesjabæ.

„Við höfum sent öllum kjörnum fulltrúum bréf þar sem við áréttum stefnu okkar um að allir vinni saman við bæjarstjórnarborðið, ekki sé hefðbundinn meiri- og minnihluti. Það er okkar vilji og bíðum við eftir viðbrögðum þeirra við þeirri bón,“ segir Jónína jafnframt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarlistinn var stofnaður í byrjun apríl þegar skila átti inn framboðslistanum til yfirkjörstjórnar.

„Að fá 427 atkvæði í kosningunum, með tæp 27% fylgi er að mati Bæjarlistans stórsigur og eftirtektarverður árangur fyrir nýtt framboð,“ segir Jónína.