Oddur V. með netabát í togi
Um klukkan 11 í morgun var Oddur V. Gíslason, björgunarskip björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík kallað út eftir að tilkynning barst frá netabátnum Mörgu Ágústsdóttur GK-31 um að stýri bátsins væri óvirkt. Farið var á Oddi V. Gíslasyni út að bátnum og hann tekinn í tog og er reiknað með að skipin verði komin til hafnar um klukkan 16 í dag. Ágætisveður var á svæðinu í dag og engin hætta á ferðum.