Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Oddur V. kallaður til aðstoðar vegna leka í báti
Sunnudagur 8. ágúst 2010 kl. 11:12

Oddur V. kallaður til aðstoðar vegna leka í báti

Björgunarskip Landsbjargar  í Grindavík, Oddur V .Gíslason,  var kallað til aðstoðar um klukkan fjögur í gær þegar leki kom að 70 tonna eikarbáti. Sjór komst í lest, vélarrými og framskip bátsins sem staddur var um 8 sjómílur utan við Herdísarvík.
Um borð í Oddi V. Gíslasyni voru björgunarsveitarmenn úr Þorbirni í Grindavík, kafarar og slökkviliðsmenn með dælur meðferðis. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einni kölluð út og seig maður úr henni með  með dælu. Var sjó dælt úr bátnum og honum síðan fylgt til Þorlákshafnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024