Þriðjudagur 24. apríl 2001 kl. 09:03
Oddur V. Gíslason sótti stýrislausan bát
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Grindavík sótti stýrislausan bát á miðin sunnan við Grindavík í gærkvöldi. Ekki var hætta á ferðum.Þetta er sjötta útkallið á sjö dögum og muna menn ekki aðra eins törn hjá björgunarsveitinni.