Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Oddný yfirgefur fjármála- og efnahagsráðuneytið
Mánudagur 1. október 2012 kl. 15:53

Oddný yfirgefur fjármála- og efnahagsráðuneytið

Oddný Guðbjörg Harðardóttir lét í dag af starfi fjármálaráðherra sem hún tók við um síðustu áramót. Hún sagðist í samtali við fjölmiðla í dag mjög þakklát fyrir að hafa fengið að vera í fjármálaráðuneytinu, og nú síðast í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún sagði tímann í ráðuneytingu hafa verið mjög lærdómsríkan og þekkinguna sem hún tæki með sér úr ráðuneytinu muni nýtast sér á öðrum vígstöðvum.

Ráðherraskipti urðu á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag, en Katrín Júlíusdóttir tekur nú við fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Oddný segir ennfremur að hún hefði viljað hafa ráðherraskiptin um áramótin. Hún hefði kosið að fá að fylgja fjárlagafrumvarpinu eftir svo það hefði orðið að lögum í sinni ráðherratíð. „En ég fékk ekki að ráða. Ég hefði viljað að ráðherraskiptin hefðu orðið um áramótin, ég hef sagt það. En svona er þetta. Við Katrín munum passa upp á samfelluna, og erum ágætir félagar þannig að það mun ekki verða neitt vandamál,“ sagði hún varðandi fjármálafrumvarpið í samtali við mbl.is í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024