Oddný verður fjármálaráðherra
Fyrir stundu var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Oddný Harðardóttir tæki við embætti fjármálaráðherra en miklar hræringar hafa verið í ríkisstjórninni undanfarna daga. Oddný sem er 5. þingmaður Suðurkjördæmis hefur verið formaður fjárlaganefndar og er jafnframt formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Ítarlegt viðtal við Oddnýju var birt í Víkurfréttum í byrjun október en það má sjá hér.