Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Oddný sendir stjórnarþingmönnum Suðurnesja tóninn
Mánudagur 15. desember 2014 kl. 10:10

Oddný sendir stjórnarþingmönnum Suðurnesja tóninn

„Ríkisstjórnin fundar um tillögur Norðvesturlandsnefndarinnar sem sett var á laggirnar í vor. Nefndin leggur m.a. til að rekstur skipa Landhelgisgæslunnar verði í Skagafirði en ekki í Njarðvík! Hvað sögðu þau aftur Suðurnesja stjórnarþingmennirnir í Víkurfréttum þegar þau útskýrðu af hverju þeir vildu ekki styðja tillögu mína um að fela ríkisstjórninni að gera tímasetta áætlun um eflingu atvinnulífs og samfélags á Suðurnesjum? Jú var það ekki eitthvað á þá leið að við þyrftum ekki nefndir? Ég er ekki viss um að þau á Norðvesturlandi séu því sammála“. Þetta segir Oddný Harðardóttir alþingismaður í fésbókarfærslu. Tilefnið eru fréttir af hugmyndum um fyrirhugaðan flutning á hluta starfsemi Landhelgisgæslunnar til norðvesturlands.

Og Oddný heldur áfram: „Stjórnarþingmennirnir af Suðurnesjum styðja hins vegar að færa 700 mkr frá Isavia sem nýta átti til framkvæmda við Leifsstöð og með því fara mörg störf frá okkur Suðurnesjamönnum. Þau styðja ekki ríkisframlag til framkvæmda við höfnina í Helguvík en þau styðja niðurskurð upp á 10 mkr sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur nýtt til að flýta málum þolenda kynferðisofbeldis. Já, þau eru sannarlega nýtileg stjórnarþingmennirnir frá Suðurnesjum“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024