Oddný næsti ráðherra Samfylkingar
Oddný G. Harðardóttir alþingismaður úr Garðinum er sögð vera næsti ráðherra Samfylkingarinnar. Þrátt fyrir stutta þingreynslu er hún talin hafa áunnið sér sterka stöðu í þingflokknum. Það er „Orðið á götunni“ á vefsetrinu Eyjunni sem heldur þessu fram.
Orðið á götunni er að breytingar verði gerðar á ríkisstjórninni nú í september og enn frekari breytinga sé að vænta um áramót. Flókinn ráðherrakapall er nú í undirbúningi, þar sem einkum er þrennt nefnt sem þarf til að kapallinn gangi upp.