Oddný kaus snemma í Garði
Oddný G Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og alþingismaður í Suðurkjördæmi, kaus snemma í morgun í Garðinum sem er heimabær þingkonunnar. Oddný var mætt á kjörstað strax kl. 9 í morgun ásamt eiginmanni sínum, Eiríki Hermannssyni.
Það er mikil vinna framundan hjá Oddnýju í dag. Hún sagði í morgun að hún yrði á ferð um kjördæmið, sem væri stórt. Hún ætlar að heimsækja kosningaskrifstofur og hringja í kjósendur og hvetja þá til að kjósa Samfylkinguna. „Við munum berjast alveg til tíu í kvöld,“ sagði hún í morgun áður en hún kaus.