Fimmtudagur 20. maí 1999 kl. 23:32
ODDNÝ G. HARÐARDÓTTIR AÐSTOÐARSKÓLAMEISTARI
Fjórir aðilar sóttu um stöðu aðstoðarskólameistara Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Umsækjendur voru Björgvin R. Leifsson, Borgþór Arngrímsson, Oddný G. Harðardóttir og Sævar Tjörvason. Skólanefnd mælti með því, á fundi þann 4. maí sl., að Oddný G. Harðardóttir yrði ráðin í stöðuna til 5 ára.