Oddgeir EA strandar við bryggju
Togbáturinn Oddgeir EA-600 situr fastur við bryggju í Grindavíkurhöfn þar sem hann tók niðri vegna óvenju mikils lágflæðis.
Hæll skipsins rakst niður þegar var verið að landa úr honum í morgun.
Engan skipverja sakaði, enda er ósennilegt að Oddgeir, sem er um 360 tonna togbátur, hafi skemmst mikið. Nú er vonast til þess að skipið losni á flóði um kl. 13.
Mynd/Skip.is