Mánudagur 14. september 2009 kl. 08:56
Óbreyttur opnunartími í Vatnaveröld
Um sinn verða ekki breytingar á opnunartíma Vatnaveraldar í Reykjanesbæ, samkvæmt samþykkt Íþrótta - og tómstundaráðs. TIl stóð að stytta opnunartímann um helgar en því hefur verið frestað til áramóta.
ÍT mum við gerð næstu fjárhagsáætlunar leggja fram tillögur að tekjuaukningu sundmiðstöðvarinnar.