Óbreyttar öryggisráðstafanir á Keflavíkurflugvelli
Ekki hefur verið dregið úr öryggisráðstöfunum á Keflavíkurflugvelli hvað varðar flug til Bandaríkjanna. Stefán Thordersen, yfirmaður öryggismála á Keflavíkurflugvelli, segir í Morgunblaðinu að nú sé verið að fara yfir upplýsingar frá erlendum fagaðilum, það er flugmála- og lögregluyfirvöldum erlendis, og næstu daga gæti orðið um breytingar á verklagi að ræða.
Áfram er bannað að flytja vökva í handfarangri til Bandaríkjanna og beinir Stefán þeim tilmælum til farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar að halda handfarangri í lágmarki til að flýta fyrir leit.
„Fólk taki til að mynda tölvur upp úr töskum áður en þær fara í skoðun í röntgenvélum. Við erum að meta stöðuna og sjá hvað við getum gert til þess að þetta gangi betur fyrir sig. En aðgerðirnar miða áfram að hinu sama: að koma í veg fyrir að þessi varningur fari," segir Stefán.
Áfram er bannað að flytja vökva í handfarangri til Bandaríkjanna og beinir Stefán þeim tilmælum til farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar að halda handfarangri í lágmarki til að flýta fyrir leit.
„Fólk taki til að mynda tölvur upp úr töskum áður en þær fara í skoðun í röntgenvélum. Við erum að meta stöðuna og sjá hvað við getum gert til þess að þetta gangi betur fyrir sig. En aðgerðirnar miða áfram að hinu sama: að koma í veg fyrir að þessi varningur fari," segir Stefán.