Óbreytt útsvarsprósenta og nýjar umönnunarbætur í Garði
Útsvarsprósentan í Garði verður óbreytt á þessu ári, eða 13,03%. Þetta kom fram í umræðu um gjaldskrá ársins 2008 sem var afgreidd úr bæjarstjórn milli jóla og nýárs. Þá verða sérstakar umönnunarbætur, 30.000 kr. á mánuði, greiddar fyrir 9 mánaða gömul börn til tveggja ára aldurs eða þar til innganga fæst í leikskóla fyrir barnið.
Skólagjöld, hvort sem um er að ræða tónlistaskólagjöld eða leikskólagjöld, haldast óbreytt annað árið í röð. Í leikskólanum er systkinaafsláttur óbreyttur og einnig afsláttur fyrir börn einstæðra foreldra en afsláttur fyrir leikskólabörn á seinasta ári er aukinn þannig að 4 klst. á dag eru gjaldfrjálsar fyrir þennan aldurshóp.
Systkinaafsláttur er tekinn upp í Tónlistarskólanum og verður 50% á árinu 2008.
Fyrir ellilífeyris- og 75% örorkuþega sem njóta tekjutryggingar er veittur tekjutengdur afsláttur af fasteignagjöldum eins og áður en auk þess munu þeir Garðbúar sem eru 70 ára eða eldri ekki greiða fasteignaskatt á árinu 2008.
Minnihluti F-lista lagði fram tvær breytingartillögur, annars vegar að útsvar yrði lækkað niður í 12,7% og hins vegar að fasteignaskattur af íbúarhúsnæði verði lækkaður úr 0,30% og í 0,28%, einnig að fasteignaskattur af fyrirtækjum verði lækkaður úr 1,5% í 1,2% „eins og hann var áður en N-listinn tók við,“ eins og segir í tillögu F-lista.
Breytingartillögur F-lista voru felldar með atkvæðum N-lista.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson
Skólagjöld, hvort sem um er að ræða tónlistaskólagjöld eða leikskólagjöld, haldast óbreytt annað árið í röð. Í leikskólanum er systkinaafsláttur óbreyttur og einnig afsláttur fyrir börn einstæðra foreldra en afsláttur fyrir leikskólabörn á seinasta ári er aukinn þannig að 4 klst. á dag eru gjaldfrjálsar fyrir þennan aldurshóp.
Systkinaafsláttur er tekinn upp í Tónlistarskólanum og verður 50% á árinu 2008.
Fyrir ellilífeyris- og 75% örorkuþega sem njóta tekjutryggingar er veittur tekjutengdur afsláttur af fasteignagjöldum eins og áður en auk þess munu þeir Garðbúar sem eru 70 ára eða eldri ekki greiða fasteignaskatt á árinu 2008.
Minnihluti F-lista lagði fram tvær breytingartillögur, annars vegar að útsvar yrði lækkað niður í 12,7% og hins vegar að fasteignaskattur af íbúarhúsnæði verði lækkaður úr 0,30% og í 0,28%, einnig að fasteignaskattur af fyrirtækjum verði lækkaður úr 1,5% í 1,2% „eins og hann var áður en N-listinn tók við,“ eins og segir í tillögu F-lista.
Breytingartillögur F-lista voru felldar með atkvæðum N-lista.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson