Óbreytt útsvarsprósenta í Garði
Útsvarsprósentan í Garði verður óbreytt á næsta fjárhagsári, eða 13,03% samkvæmt niðurstöðu fjárhagsáætlunar 2010. Þetta var samþykkt með fjórum atkvæðum N-lista á síðasta bæjarstjórnarfundi.
F-listinn segir það jákvætt að ekki eigi að hækka útsvarsprósentuna í fulla heimild en hefði þó kosið að færa hana til baka úr 13,03% í 12,7% eins og hún var á síðasta kjörtímabili ,ekki síst nú þegar ríkið hækki allar álögur á landsmenn. Þetta kemur fram í bókum F-listans.
---
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Garður.