Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óbreytt gjaldskrá í leikskólum Reykjanesbæjar
Föstudagur 19. janúar 2018 kl. 08:00

Óbreytt gjaldskrá í leikskólum Reykjanesbæjar

- Engin hækkun á gjaldskrá frá 2017

Reykjanesbær hefur ekki hækkað leikskólagjöld né gjöld fyrir fæði á leikskólum á milli ára en foreldrar í Reykjanesbæ borga 8.265 kr. fyrir fullt fæði á leikskólum bæjarins. Á sama tíma hefur fæðugjaldið hækkað um 2,7% í Reykjavík frá því í fyrra og borga foreldrar 10.770 kr. fyrir fult fæði. Tímagjald hefur hins vegar lækkað um 15% á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands á úttekt á leikskólagjöldum í sextán fjölmennustu sveitarfélögum landsins en þar kemur fram að allt að 145 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári milli sveitarfélaga. Töluverður verðmunur er á hæstu og lægstu leikskólagjöldunum (almennu gjaldi) eða 52% sem gerir 13.231 kr. á mánuði eða ríflega 145.000 kr. á ári.
Foreldrar í Reykjanesbæ borga 30.855 kr. fyrir níu tíma vistun en forgangshópur borgar 23.231 kr. fyrir sama tímafjölda, forgangshópar eru víðast einstæðir foreldrar, námsmenn og öryrkjar. Foreldrar í Reykjavík borga 24.467 kr. fyrir níu tíma og forgangshópar 10.133 kr.
Systkinaafsláttur er veittur í Reykjanesbæ og er hann 50% með öðru barni en með þriðja barni er hann 100%.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024