Óbreytt atvinnuleysi á Suðurnesjum
Atvinnuleysi á Suðurnesjum hélst óbreytt á milli mánaðanna desember og janúar, eða 2,4%. Það er vel fyrir ofan landsmeðaltalið sem er 1% og raunar hæst á öllu landinu, en Norðurland eystra kemur næst með 2,1%.
Meðalfjöldi atvinnulausra var 247 á Suðurnesjum en alls komu 267 manns inn á atvinnuleysiskrá.
Engu að síður er þetta minnsta atvinnuleysishlutfall sem mælst hefur í janúarmánuði frá árinu 2002. Í janúar 2007 var hlutfallið 3,3%.
Meðalfjöldi atvinnulausra var 247 á Suðurnesjum en alls komu 267 manns inn á atvinnuleysiskrá.
Engu að síður er þetta minnsta atvinnuleysishlutfall sem mælst hefur í janúarmánuði frá árinu 2002. Í janúar 2007 var hlutfallið 3,3%.