Óásættanlegur hringlandaháttur í Sandgerði
 Hringlandaháttur ríkir í Sandgerði með fundartíma  bæjarráðs og hefur bæjarráðsmaðurinn Heiðar Ásgeirsson séð ástæðu til að senda inn skrifleg mótmæli vegna ástandsins sem hann segir óásættanlegt. Þannig hafa eingöngu fjórir af 15 bæjarráðsfundum á þessu ári verið haldnir á samþykktum fundartíma.Í fundargerð frá Sandgerðisbæ segir:
Hringlandaháttur ríkir í Sandgerði með fundartíma  bæjarráðs og hefur bæjarráðsmaðurinn Heiðar Ásgeirsson séð ástæðu til að senda inn skrifleg mótmæli vegna ástandsins sem hann segir óásættanlegt. Þannig hafa eingöngu fjórir af 15 bæjarráðsfundum á þessu ári verið haldnir á samþykktum fundartíma.Í fundargerð frá Sandgerðisbæ segir:„Undirritaður mótmælir þeim hringlandahætti sem orðinn er á fundartíma bæjarráðs. Í "Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar" er kveðið á um að bæjarráð skuli halda fundi tvisvar í mánuði, annan og fjórða þriðjudag hvers mánaðar. Það sem af er þessu ári hafa verið haldnir 15 fundir í bæjarráði einungis 4 af þeim voru haldnir á samþykktum fundartíma bæjarráðs.
Slík stjórnsýsla er óásættanleg.“
Heiðar Ásgeirsson, sign.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				