Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óásættanleg landgræðsluaðferð við Seltjörn
Þriðjudagur 29. mars 2005 kl. 17:26

Óásættanleg landgræðsluaðferð við Seltjörn

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja (HES) hefur tilkynnt til lögreglu um talsvert magn af fiskúrgangi sem notað er til uppgræðslu á svæði við Seltjörn. Þar hefur beinagörðum verið dreift um stórt svæði af því er virðist til að græða upp svæðið.

Að sögn Bergs Sigurðssonar hjá HES er þessi aðferð til landgræðslu óásættanleg af hálfu heilbrigðiseftirlits. Fiskúrgangur sé notaður til landgræðslu en það sé með öðrum aðferðum og þá hafi úrgangurinn verið unnin þannig að hvorki meindýr né fuglar geti gert sér mat úr áburðinum. Á svæðinu við Seltjörn hefur hins vegar verið dreift beinagörðum og hausum en þannig mun það taka úrganginn mörg ár að brotna niður.
Bergur sagðist ekki vita hver stæði á bakvið dreifingu beinagarðanna. Lögreglan hafi málið til skoðunar.


VF-mynd: Frá „landgræðslunni“ við Seltjörn þar sem beinagörðum  af fiski hefur verið dreift um stórt svæði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024