Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 9. desember 1999 kl. 22:16

ÓÁNÆGJA Í LEIFSSTÖÐ

Mikil óánægja ríkir nú meðal starfsmanna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar með að Flugleiðir skuli hafa hætt akstri til og frá vinnu, starfsmönnum fyrirtækisins að kostnaðarlausu. SBK hefur tekið við akstrinum af Flugleiðum og nú þarf fólk að borga í strætó. Flugleiðir hafa um margra ára skeið séð starfsfólki sínu fyrir akstri til og frá vinnu. SBK tók upp reglulegar ferði til flugstöðvarinnar fyrr á þessu ári og þá sömdu Flugleiðir við SBK um að taka að sér þennan akstur. Þegar á leið var ákveðið að starfsfólk greiddi fargjaldið úr eigin vasa. Starfsmenn eru óánægðir með þessa breytingu og líta svo á að um kjaraskerðingu sé að ræða. Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, sagði í samtali við Morgunblaðið að málið yrði tekið upp þegar samningar losna þann 15.febrúar n.k. Hann furðar sig á því að Flugleiðir hafi ekki beðið með þessar breytingar fram að næstu kjarasamningum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024