Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 27. ágúst 1999 kl. 20:51

NÝUNG FYRIR ATVINNUREKENDUR OG STJÓRNENDUR

-í boði Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar og Miðstöðvar símenntunar Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum standa fyrir hádegisverðarfundum á Glóðinni á haustmánuðum. Boðið verður upp á málefni af ýmsu tagi en að sögn Ólafs Kjartanssonar hjá Markaðs- og atvinnumálaskrifstofunni er hugmyndin að fá stjórnendur og atvinnurekendur á Suðurnesjum til að hittast og bera saman bækur sínar auk þess að hlusta á boðskap frá kunnum fyrirlesurum. Þá mun Miðstöð símenntunar bjóða upp á ýmis námskeið fyrir stjórendur og atvinnurekendur í haust (sjá annars staðar á síðunni.). Á fyrsta hádegisverðarfundinum sem verður næsta mánudag 30. ágúst kl. 12.30 verður fjallað um fyrirkomulag og markmið hádegisfundanna og Miðstöð símenntunar mun kynna haustnámskeið sem nýtast atvinnulífinu. Á þessum fyrsta fundi verður einnig fjallað um Evrópska efnahagssvæðið í tilefni komu Söndru Baird, viðskiptafulltrúa sendiráðs Íslands í Bretlandi og Unnar Orradóttur, viðskiptafulltrúa sendiráðs Íslands í Frakklandi, en sérstakur fundur verður með þeim í Kjarna kl. 13.30. Þar verður boðið upp á einkafundi fyrir þá sem þess óska eftir að kynningu viðskiptafulltrúa lýkur. Að sögn Ólafs Kjartanssonar hefur MOA gert samning um afnot af viðskiptasendifulltrúunum sem staðsettir eru í London, sérstaklega fyrir fyrirtæki á Suðurnesjum. „Við viljum gjarnan að þessi þjónusta sé notuð meira. Viðskiptafulltrúarnir eru okkur innan handar með hvers kyns fyrirspurnir sem fyrirtæki héðan þurfa að koma frá sér“, sagði Ólafur. Þrír aðrir hádegisverðarfundir hafa verið ákveðnir, mánudagana 27. sept., 25. okt. og 22. nóvember. Á fundinum í september mun Björn Auðunsson, upplýsingafulltrúi Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins fjalla um þekkingu á sviði matvælaframleiðslu og aukna kröfu um gæði á framleiðslu og hreinlæti. Á þriðja fundinum sem verður 25. okt. mun Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri vinnueftirlits ríkisins ræða mikilvægi símenntunar í vinnuöryggismálum, réttindi og skyldur í því sambandi. Á fjórða fundinum sem verður mánudaginn 22. nóv. mun Guðmundur Ólafsson, lektor viðskiptadeildar Háskólans fjalla um upplýsingatækni, tæknibyltingu og rekstur fyrirtækja. Guðmundur er umdeildur fyrirlesari og fræðimaður og mun miðla af samtíma- og framtíðarsýn sinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024