Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Fréttir

Nýtt vopnaleitarsvæði tekið í notkun í Leifsstöð
Fimmtudagur 6. apríl 2006 kl. 11:14

Nýtt vopnaleitarsvæði tekið í notkun í Leifsstöð

Nýtt vopnaleitarsvæði var tekið í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar að morgni þriðjudags 4. apríl sem er samkvæmt áætlun.

Vopnaleitarsvæðið markar tímamót í framkvæmdunum því það er fyrsti hluti nýs brottfararsvæðis farþega sem tekið er í notkun. Aðrir hlutar hins endurnýjaða brottfararsvæðis verða teknir í notkun í áföngum á næstu mánuðum. Tímabundið munu farþegar fara upp á 2. hæðina nyrst í innritunarsalnum (vinstra megin) en þegar næsta áfanga framkvæmdanna er lokið liggur leið farþega upp í svokölluðum laufskála, gegnum nýtt vopnaleitarsvæði og áfram inn í brottfararsal.

Í heild er vopnaleitarsvæðið um 800 fermetrar. Þar eru nú fimm vopnaleitarhlið í stað þriggja áður en þau verða alls sjö í framtíðinni. Þjónusta við flugfarþega mun aukast til muna, biðtími ætti að styttast og aðstæður starfsfólks eru stórum betri en áður.

Í næsta áfanga þessa hluta framkvæmda í flugstöðinni verður lokið við breytingar í laufskálanum og á nýju verslunarsvæði vestanmegin í brottfararsal. Áætlað er að ljúka þessum verkhluta í júní næstkomandi.
Bílakjarninn
Bílakjarninn