Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 11. september 2003 kl. 16:24

Nýtt vefumsjónarkerfi Víkurfrétta tekið í notkun

Víkurfréttir hafa tekið í notkun nýtt vefumsjónarkerfi frá fyrirtækinu daCoda í Keflavík. Kerfið nefnist Conman 2.0 og er alhliða umsjónarkerfi fyrir vef Víkurfrétta. Kerfið var tekið í notkun í dag. Litlar útlitsbreytingar verða á vefnum en notendur eiga að verða varir við aukinn hraða við notkun á síðunni. Vonandi verða ekki miklir hnökrar við breytingarnar en starfsmenn blaðsins verða að læra á kerfið næstu daga, þannig að eflaust eiga brosleg mistök eftir að eiga sér stað núna í fyrstu skrefunum í nýju umhverfi á vefnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024