Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýtt umhverfismat þarf fyrir stærra álver
Miðvikudagur 26. nóvember 2008 kl. 14:14

Nýtt umhverfismat þarf fyrir stærra álver

Umhverfisráðherra segir að fara verði fram nýtt umhverfismat ef stækka eigi álverið í Helguvík. Þetta kemur fram á visi.is

Norðurál hefur óskað eftir því að fá stækka álverið í Helguvík úr 250 þúsund tonnum í 360 þúsund tonn. Miðað er við að Álverið verið byggt upp í fjórum nítíu þúsund tonna áföngum, fyrsti áfanginn gangsettur árið 2011 og sá síðasti 2014.

Forstjóri Norðuráls fundaði með ráðherra í morgun vegna málsins.

Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um málið þá fyrst og fremst meðal ráðherra samfylkingarinnar, segir á visi.is sem greinir frá því að forstjóri Norðuráls hafi átt fund með Þórunni Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024