Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 8. júní 2000 kl. 08:53

Nýtt umferðarskipulag

Unnið er að nýju umferðarskipulagi fyrir Reykjanesbæ. Skipulags- og byggingarnefnd hefur fengið tillögurnar til yfirferðar, en það er Gunnar Ingi Ragnarsson, umferðarverkfræðingur hjá Vinnustofunni Þverá, sem vinnur verkið. Nefndin hefur óskað eftir að starfsmenn tæknideildar Reykjanesbæjar yfirfari tillögurnar áður en afstaða verði tekin til fyrirliggjandi tillagna. Undirbúningur þeirrar vinnu er þegar hafinn. Þegar yfirferð á tillögunum að umferðarskipulagi er lokið, verða þær lagðar fyrir Skipulags- og byggingarnefnd til afgreiðslu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024