Nýtt TVF er komið út
Hafist var handa í hádeginu að dreifa Tímariti Víkurfrétta heitu úr prentsmiðjunni. Blaðinu verður dreift víða um Suðurnesin í dag og ættu allir að geta nálgast eintak seinni partinn í dag.
TVF hefur aldrei verið stærra en það er 68 blaðsíður að stærð og efnið er mjög fjölbreytt. Sérstakur sumarblær hvílir yfir blaðinu og er þar að finna fjölmörg viðtöl, greinar og myndir.
Myndin: Starfsfólk Víkurfrétta hóf dreifingu á TVF í hádeginu. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.