Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 30. nóvember 2001 kl. 09:26

Nýtt TVF 8. des!

Oddný Björgólfsdóttir,flugfreyja til 35 ára úr Keflavík lenti í stærsta flugslysi Íslandsögunnar þegar Flugleiðavél brotlenti á Sri Lanka 1978. Hún starfar enn sem flugfreyja og er á 35. ári sínu í háloftunum. Oddný er ekki hrædd að fljúga. Við heyrum einstaka sögu hennar í TVF! Á næsta blaðsölustað á Suðurnesjum fyrir aðeins 449 kr. Áskriftarsíminn er 421-4717
„Oddný sat við útgöngudyr með smáglugga. Hún segist hafa fundið að eitthvað væri að, flugvélin flaug mjög lágt og hún heyrði undarleg högg sem dundu á vélinni. Hún frétti seinna að þá hafði vængurinn verið að sópa á undan sér trjám. Hún sagði eitthvað við Jónínu og Oddnýju fannst hún verða að opna hurðina. Oddný rankaði síðan við sér þar sem hún hélt dauðahaldi í hurðina úti í skógi. Hurðin lá á leifum af mannslíkama og þegar hún leit tilbaka sá hún vélina í björtu báli. Hún man að hún hugsaði um son sinn Þórólf og sagði við sjálfa sig „Mamma er á lífi, Þórólfur minn”. Hún fann að hún gat ekki hreyft sig.“

Damon Johnson og Brenton Birmingham eru þekktustu körfuboltamenn sem leikið hafa á Íslandi. Þeir mæta í fyrsta sinn saman í viðtal, auðvitað í TVF. Við heimsækjum Garðmanninn Ómar Jóhannsson „Milljónamæring“ á videoleiguna á Njálsgötunni í höfuðborginni. Þóra Gunnarsdóttir, einkaþjálfari í Perlunni segir okkur frá baráttu sinni við aukakílóin og hvernig hún náði að breyta lífi sínu til hins betra. Reynir Katrínarson býr til íslenskar rúnir og spáspil og segir fólki til um framtíðina. Það er alltaf gaman að kíkja í heimsókn til Reynis því hann situr aldrei með hendur í skauti. Viðtöl við Árelíu Eydísi doktor í stjórnmálafræði, Einar Fal ljósmyndara á Morgunblaðinu, Halldóra á Flankastöðum rifjar upp liðna tíð en hún er kona með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, kíkt í heimsókn til júgóslavneskra flóttamanna sem búsettir eru í Reykjanesbæ sem búa að mikilli lífsreynslur. Raggi bakari segir frá lífi sínu og starfi auk mannlífsmynda af ýmsum uppákomum á liðnum vikum, s.s. fitness keppnir, Herra Suðurnes, árshátíðir og fleira og fleira.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024