Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýtt þjónustuhús í Hvalsneskirkjugarði
Mánudagur 26. október 2009 kl. 08:59

Nýtt þjónustuhús í Hvalsneskirkjugarði


Nýtt þjónustuhús í Hvalsneskirkjugarði hefur verið tekið í notkun. Húsið leysir af hólmi lítinn skúr sem var í kirkjugarðinum, en það uppfyllti ekki kröfur um starfsmannaaðstöðu sem notast af starfsmönnum kirkju og kirkjugarðs.

Í húsinu er rúmgóð geymsla fyrir búnað og tæki sem notuð eru við hirðingu og grafartöku kirkjugarðsins, kaffistofa, salerni og salerni fyrir fatlaða auk þess sem sér herbergi tilheyrir kirkjunni.

Með tilkomu hússins geta kirkjugestir farið á salerni við athafnir en svo hefur ekki verið í 123 ára sögu kirkjunnar.  Húsið er um 52 fermetrar með torfþaki og umhverfis þess eru hlaðnir garðar með grasmönum.

Hagtré ehf. í Sandgerði var aðalverktaki við byggingu hússins og frágang lóðar við húsið.

Af vef www.245.is

Mynd: Smári/245.is| - Reynir Sveinsson, formaður sóknarnefndar, við nýja þjónustuhúsið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024