Nýtt stálþil í Sandgerði viðleguhæft í september
Nú er verið að ljúka við að reka niður stálþil í Sandgerðishöfn. Þilið er 50 metrar og mun tilkoma þess bæta mjög alla aðstöðu í Sandgerðishöfn. Að sögn Björns Arasonar hafnarstjóra er eftir minniháttar vinna neðansjávar og nú er verið að aka fyllingu inn í þilið.Þegar fyllingu hefur verið komið fyrir verður steyptur kantur og settir niður landfestapollar. Það verður síðan verkefni næsta árs að steypa þekju og setja upp nýtt bryggjuhús. Gert er ráð fyrir því að nýja stálþilið verði viðleguhæft um miðjan september nk.