Nýtt parket lagt í íþróttahúsi Grindavíkur
Nú er unnið af fullum krafti við lagningu nýs parkets í íþróttahúsi í Grindavíkur. Ákvörðun um að skipta um gólfefni var tekin á vormánuðum og er verkið nú u.þ.b. hálfnað.
Kröfu um að skipt væri um gólfefni hefur lengi verið haldið á lofti þar sem dúkurinn er orðinn gamall. Þá hefur reynsla annarra af því að skipta um gólfefni í íþróttahúsum gefið góða raun og dregið úr álagsmeiðslum íþróttamanna. Það eru verktakarnir Horn í horn sem sjá um framkvæmdirnar og voru þeir í óða önn að raða parketinu á gólfið þegar ljósmyndari Víkurfrétta leit við í Röstinni, íþróttahúsi Grindvíkinga. Svo er bar að sjá hvort að nýtt parket hjálpi liðunum við að skila stórum titlum í hús.
Texti og mynd: Þorsteinn G. Kristjánsson
Kröfu um að skipt væri um gólfefni hefur lengi verið haldið á lofti þar sem dúkurinn er orðinn gamall. Þá hefur reynsla annarra af því að skipta um gólfefni í íþróttahúsum gefið góða raun og dregið úr álagsmeiðslum íþróttamanna. Það eru verktakarnir Horn í horn sem sjá um framkvæmdirnar og voru þeir í óða önn að raða parketinu á gólfið þegar ljósmyndari Víkurfrétta leit við í Röstinni, íþróttahúsi Grindvíkinga. Svo er bar að sjá hvort að nýtt parket hjálpi liðunum við að skila stórum titlum í hús.
Texti og mynd: Þorsteinn G. Kristjánsson