Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýtt ómskoðunartæki gefið til HSS
Fimmtudagur 20. desember 2018 kl. 09:31

Nýtt ómskoðunartæki gefið til HSS

Krabbameinsfélag Suðurnesja afhenti á dögunum nýtt ómskoðunartæki til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Tækið leysir af hólmi eldra tæki sem komið er á þrítugsaldurinn og kvensjúkdómalæknar á HSS hafa haft til afnota.
 
Nýja ómtækið er greiningartæki sem notað er til að greina meinsemdir í innri kynfærum kvenna og til að fylgjast með fósturmyndun og fósturþroska á meðgöngu.
 
Það er Krabbameinsfélag Suðurnesja sem hafði frumkvæði af því að gefa tækið til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en Konráð Lúðvíksson, kvensjúkdómalæknir, leitaði til félagsins. Krabbameinsfélagið leitaði svo áfram til Lions- og Lionessuklúbbanna á Suðurnesjum, Oddfellowstúkunnar Jóns forseta og Rótarýklúbbs Keflavíkur undir þeim formerkjum að „margt smátt gerir eitt stórt“. Einn af stærstu bakhjörlum Krabbameinsfélags Suðurnesja í gjöfinni er svo Sigurður Wium Árnason sem á dögunum  færði félaginu tvær milljónir króna að gjöf til minn­ing­ar um konu hans, Auði Bertu Sveins­dótt­ur, og son þeirra, Svein Wium Sigurðsson, sem bæði létust úr krabbameini fyrir mörgum árum.
Nýja ómskoðunartækið er að andvirði nærri fjögurra milljóna króna.
 

Frá afhendingu greiningartækisins á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á myndinni eru fulltrúar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og þeirra félaga sem komu að afhendingu gjafarinnar. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024