Nýtt og endurbætt pósthús
Pósturinn opnaði á föstudaginn formlega nýtt og endurbætt pósthús að Hafnargötu 89 í Reykjanesbæ. Eins og viðskiptavinir Póstsins kannast við þá var pósthúsinu lokað um tíma og afgreiðslan færð upp í Hólmgarð á meðan endurbæturnar stóðu yfir.
Framkvæmdirnar eru liður í áætlun fyrirtækisins í endurnýjun nokkurra eldri pósthúsa á landsbyggðinni, sem eru orðin barns síns tíma og uppfylla ekki lengur nútímakröfur.
Aðstaðan í pósthúsinu við Hafnargötu hefur því öll verið stórbætt til hagsbóta fyrir starfsfólk og viðskiptavini.
VF-mynd/elg: Afgreiðslan í pósthúsinu hefur fengið mikla andlitslyftingu eins og sjá má.