Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýtt miðbæjarsvæði í Vogum tekur á sig mynd
Myndir af nýju miðbæjarsvæði í Vogum. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 28. júní 2019 kl. 09:00

Nýtt miðbæjarsvæði í Vogum tekur á sig mynd

Miðbæjarsvæðið í Vogum er farið að taka á sig mynd. Fjögur tveggja hæða fjórbýlishús eru risin við Skyggnisholt og grunnur þess fimmta hefur verið steyptur. þá eru fyrstu húsin við Lyngholt einnig að rísa.

Í miðju miðbæjarsvæðinu fær svo náttúran að njóta sín þar sem sjálfur Skyggnir rís hátt í landinu og þar verða göngustígar um hverfið.

Á miðbæjarsvæðinu verður nokkuð fjölbreytt byggð en lengst til vinstri á myndinni efst á síðunni er t.a.m. gert ráð fyrir tveimur fimm hæða fjölbýlishúsum. Lengst til hægri verða svo tveggja og þriggja hæða fjölbýli en einnig er gert ráð fyrir þjónustustarfsemi í hverfinu, handan Skyggnisholts við Skyggni.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024