Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýtt merki Kölku
Föstudagur 20. júní 2003 kl. 15:48

Nýtt merki Kölku

-Fréttatilkynning-

Á aðalfundi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sem haldinn var þann 19. júní síðastliðinn var nýtt merki fyrir Kölku kynnt. Stjórn S.S. ákvað að leita til Jóns Ágúst Pálmasonar og Braga Einarssonar, um að skila inn 2-3 hönnunartillögum að merki fyrir Kölku. Æskilegt var að merkið hefði skírskotun til umhverfismála, umhverfisverndar, endurnýtingar eða endurvinnslu. Að mati stjórnar S.S. varð tillaga Jóns Ágústs hlutskörpust.
Um merkið segir Jón Ágúst: Tilgangur þessa merkis er að sýna bjarta og jákvæða mynd af Kölku og skírskota til endurvinnsluþáttarins í starfsseminni. Guli liturinn í merkinu er tákn uppskerunnar og hringformin sýna hreyfinguna eða þróunina sem felst í endurvinnsluferlinu. Litirnar verða í samræmi við liti Kölku, sem eru gulur og grár.

Mynd: Nýtt merki Kölku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024