Nýtt líf fyrir flóttamennina
Fimm fjölskyldur flóttamanna komu til Íslands frá Júgóslavíu í gær, eftir sex ára erfiða vist í flóttamannabúðum. Fólkið, alls 23 manns, sest að í Reykjanesbæ en síðustu daga hafa sjálfboðaliðar Suðurnesjadeildar Rauða krossins verið að búa íbúðir þeirra húsbúnaði.
Visir.is greinir frá.
Fulltrúar stjórnvalda, bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og Rauða krossins tóku á móti fólkinu á flugstöð Leifs Eiríkssonar á laugardag en síðan var boðið upp á léttan kvöldverð í húsi Rauða krossins í Keflavík.
"Nú eruð þið íbúar í Reykjanesbæ," sagði Ellert Eiríksson bæjarstjóri við móttökuna og bætti við: "og ég er bæjarstjórinn ykkar."
Fólkið átti allt heima í Krajina héraði í Króatíu þegar Júgóslavíustríðin brutust út fyrir áratug. Sumir hafa verið á flótta í áratug; aðrir voru hraktir af heimilum sínum árið 1995.
Nú liggur fyrir hinum nýju íbúum Reykjanesbæjar að setjast á skólabekk að læra íslensku en stuðningsfjölskyldur Rauða krossins verða þeim innan handar við að átta sig á samfélaginu að öðru leyti.
Visir.is greinir frá.
Fulltrúar stjórnvalda, bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og Rauða krossins tóku á móti fólkinu á flugstöð Leifs Eiríkssonar á laugardag en síðan var boðið upp á léttan kvöldverð í húsi Rauða krossins í Keflavík.
"Nú eruð þið íbúar í Reykjanesbæ," sagði Ellert Eiríksson bæjarstjóri við móttökuna og bætti við: "og ég er bæjarstjórinn ykkar."
Fólkið átti allt heima í Krajina héraði í Króatíu þegar Júgóslavíustríðin brutust út fyrir áratug. Sumir hafa verið á flótta í áratug; aðrir voru hraktir af heimilum sínum árið 1995.
Nú liggur fyrir hinum nýju íbúum Reykjanesbæjar að setjast á skólabekk að læra íslensku en stuðningsfjölskyldur Rauða krossins verða þeim innan handar við að átta sig á samfélaginu að öðru leyti.